Fara í efni

Sveinn Hreinsson og Björg Björnsdóttir sækja um lóð í landi Saltvíkur.

Málsnúmer 201711122

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 23. fundur - 13.12.2017

Sveinn Hreinsson og Björg Björnsdóttir óska eftir stofnun og úthlutun byggingarlóðar fyrir einbýlishús í landi Saltvíkur. Í því samhengi minna þau á hugmyndir um skipulagningu íbúðahúsalóða á svæðinu við síðustu endurskoðun aðalskipulags.
Skipulags- og umhverfisnefnd er ekki reiðubúin á þessu stigi að hefja skipulagsvinnu við nýtt íbúðarhúsasvæði við Saltvík. Nefndin tekur þó undir sjónarmið umsækjenda um að ástæða kunni að vera til að auka fjölbreytni íbúðarhúsalóða við Húsavík og leggur til að hugmyndirnar verði teknar til skoðunar við fyrirliggjandi endurskoðun aðalskipulags Norðurþings.