Fara í efni

Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar umsagnar framkvæmdafulltrúa/framkvæmdanefndar um Hrísateig 11.

Málsnúmer 201712091

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 24. fundur - 10.01.2018

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur borist erindi þar sem óskað er eftir úthlutun lóðanna að Hrísateigi 11 og 12 í Reykjahverfi. Um er að ræða lóðir sunnan og norðan götu og þremur húslengdum vestan við þau hús sem vestast standa við götuna í dag. Hrísateigur 7 og 8 hafa verið á lista yfir lausar lóðir hjá Norðurþingi um árabil og horft til þess að kostnaður við gatnagerð að þeim lóðum sé hóflegur. Talsvert dýrara verður hinsvegar að útbúa götu að Hrísateigi 11 og 12.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings óskar því umsagnar framkvæmdafulltrúa/framkvæmdanefndar um hvort vilji sé til þess að auglýsa umræddar lóðir lausar til umsókna.



Framkvæmdanefnd samþykkir að lóðir nr. 7-12 í Hrísateigi verði auglýstar til úthlutunar og að stefnt verði að gatnagerð þar ef umsóknir berast.