Velferðarnefnd: umsögn um 27.mál, frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (samningur Sþ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál).
Málsnúmer 201712105
Vakta málsnúmerFélagsmálanefnd - 18. fundur - 22.01.2018
Umsagnarbeiðni frá Velferðarnefnd Alþingis. Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram. Félagsmálastjóri leggur til að tekið verði undir þá umsögn.
Félagsmálanefnd vekur athygli á því að Norðurþing veitir þjónustu á mjög víðfeðmu svæði þar sem saman fara þéttbýliskjarnar og mikið dreifbýli sem geti verið erfitt yfirferðar. Í ljósi þess telur félagsmálanefnd Norðurþings afar mikilvægt að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fái aukið fjármagn til að styðja við akstursþjónustu.