Fara í efni

Uppgjör vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs

Málsnúmer 201801001

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 239. fundur - 12.01.2018

Borist hefur uppgjör vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs. Staðfest bókun sveitarstjórnar þarf að liggja fyrir við undirritun samkomulagsins. Uppgjörinu á að vera lokið þann 31. janúar 2018.
Byggðarráð vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 77. fundur - 16.01.2018

Borist hefur uppgjör vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs. Staðfest bókun sveitarstjórnar þarf að liggja fyrir við undirritun samkomulagsins. Uppgjörinu á að vera lokið þann 31. janúar 2018.
Til máls tóku; Kristján og Gunnlaugur.


Kristján Þór leggur fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu málsins;
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkir að greiða framlagt uppgjör frá lífeyrissjóðnum Brú með fyrirvara um að undirliggjandi gögn og útreikningar sem á þeim byggja séu rétt. Jafnframt áskilur sveitarstjórn sér rétt til endurkröfu ef útreikningar og/eða aðrar forsendur standast ekki. Sveitarstjórn Norðurþings telur að vinnubrögð við framlagningu gagna sem og afgreiðslu- og greiðslufrestir sem gefnir eru séu óásættanleg, enda um að ræða veigamikið mál sem hefur mikil áhrif á fjárhag sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

Byggðarráð Norðurþings - 244. fundur - 01.03.2018

Lagt fram minnisblað fjármálastjóra vegna greiðslna tengdum uppgjöri vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs.
Lagt fram.