Umsókn um stofnun lóðar, Skarðatún, út úr landeigninni Skörð (154.018)
Málsnúmer 201801005
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 24. fundur - 09.01.2018
Óskað er samþykkis fyrir stofnun 2.000 m² leigulóðar utan um gamla íbúðarhúsið að Skörðum í Reykjahverfi. Þess er óskað að ný lóð fái heitið Skarðatún. Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur uppdráttur lóðarinnar unnin hjá Búgarði.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt og jafnframt að lóðin fái heitið Skarðatún.
Sveitarstjórn Norðurþings - 77. fundur - 16.01.2018
Á 24. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað;
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt og jafnframt að lóðin fái heitið Skarðatún.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt og jafnframt að lóðin fái heitið Skarðatún.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar samhljóða.