Verkefnið Raufarhöfn og framtíðin óskar eftir að SR lóðin á Raufarhöfn verði deiliskipulögð
Málsnúmer 201801021
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 24. fundur - 09.01.2018
Verkefnið Raufarhöfn og framtíðin fer þess á leit við Norðurþing að SR lóðin verði deiliskipulögð svo að næstu skref framkvæmda á lóðinni séu í samræmi við gildandi deiliskipulag. Þessi ósk er í samræmi við vilja íbúa sem kom fram á íbúaþingi sem lagt var til grundvallar markaðssetningu ofangreinds verkefnis.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki forsendur skv. fjárhagsáætlun ársins til að hefja deiliskipulagsvinnu fyrir SR-lóð á Raufarhöfn á þessu stigi. Nefndin telur farsælla að leggja út í deiliskipulagsvinnu þegar fram eru komnar álitlegar fyrirætlanir um landnotkun.