Starfsleyfistillaga frá Umhverfisstofnun fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar efh. á Húsavík.
Málsnúmer 201801025
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 24. fundur - 09.01.2018
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf á Höfða 10 á Húsavík og er hún nú til kynningar.
Skipulags- og umhverfisnefnd Norðurþings gerir ekki athugasemdir við tillögu Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar að Höfða 10. Í gildi er deiliskipulag af svæðinu þar sem verið hefur olíubirgðastöð um áratugaskeið. Raunar var lóð Olíudreifingar að Höfða 10 skert við síðustu breytingu deiliskipulagsins vegna jarðgangagerðar í Húsavíkurhöfða. Unnið er að breytingu deiliskipulags svæðisins þar sem m.a. er horft til stækkunar lóðarinnar aftur í samræmi við samkomulag milli aðila þar að lútandi.