Leikskólar - Gjaldskrá, samanburður við önnur sveitarfélög
Málsnúmer 201801183
Vakta málsnúmerFræðslunefnd - 23. fundur - 14.02.2018
Lögð er fram til kynningar samanburðarkönnun ASÍ á gjaldskrám leikskóla.
Hafa þarf í huga þegar tölur eru bornar saman að mikill munur getur verið á þeirri þjónustu sem veitt er. Að mati fræðslunefndar er þjónustustig leikskóla Norðurþings hátt. Inntaka barna við 12 mánaða aldur er kostnaðarsöm en er þjónusta sem sveitarfélagið kýs að veita.