Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir Garð, Kelduhverfi
Málsnúmer 201802031
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 25. fundur - 19.02.2018
Óskað er umsagnar um leyfi til rekstrar "minna gistiheimilis" í íbúðarhúsinu að Garði í Kelduhverfi.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur misræmi milli fjölda gistirýma í umsókn og skilgreiningu "minna gistiheimilis" í reglugerð. Ennfremur verður ekki séð af fyrirliggjandi teikningum af húsinu að 20 gistirými komist fyrir með góðu móti. Skipulags- og umhverfisnefnd frestar því veitingu umsagnar þar til skýrari gögn liggja fyrir.