Breyting aðalskipulags við Vitaslóð
Málsnúmer 201802109
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 25. fundur - 19.02.2018
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti frumhugmyndir FaktaBygg að hótelbyggingu við Vitaslóð. Hugmyndir víkja nokkuð frá fyrirliggjandi deiliskipulagi og grunnur húss nær bjargbrún Húsavíkurhöfða en afmörkun þjónustusvæðis í aðalskipulagi gerir ráð fyrir.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja undirbúning að breytingu aðalskipulags sem heimila myndi fyrirhugaða uppbyggingu skv. hugmyndum lóðarhafa.