Norðursigling óskar eftir stöðuleyfi fyrir gallagáma.
Málsnúmer 201804062
Vakta málsnúmerHafnanefnd - 23. fundur - 23.04.2018
Norðursigling óskar eftir tímabundnu stöðuleyfi fyrir gáma á skipulögðu svæði við flotbryggju félagsins.
Um er að ræða 4-5 stk. af 2x2 m. stórum gámum.
Um er að ræða 4-5 stk. af 2x2 m. stórum gámum.
Hafnanefnd - 24. fundur - 14.05.2018
Norðursigling sendir inn breytt erindi er varðar aðstöðusköpun fyrir gallageymslu á stöðuleyfisreitum við flotbryggju. Óskað er nú eftir stöðuleyfi fyrir þurrkhús við flotbryggju, samvæmt meðfylgjandi teikningu. Húsin munu samræmast útliti þeirra bygginga sem eru fyrir á svæðinu í eigu fyrirtækisins.
Hafnanefnd samþykkir stöðuleyfi fyrir fyrirhugaðar gallageymslur, samkvæmt meðf. teikningum, til 30. september 2018. Rekstraraðili þarf að sækja um nýtt stöðuleyfi ár hvert samkvæmt reglum um veitingu stöðuleyfa hjá sveitarfélaginu.
Hafnanefnd áréttar að gönguleið verði óhindruð á milli gallageymslu og grjótgarðs út við sjó.
Hafnanefnd áréttar að gönguleið verði óhindruð á milli gallageymslu og grjótgarðs út við sjó.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 4. fundur - 17.07.2018
Hafnanefnd Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 14. maí 2018 stöðuleyfi fyrir tveimur gallahúsum Norðursiglingar á til þess ætluðum reit við flotbryggju sem fyrirtækið hefur afnot af við Hafnarstétt. Hafnarstjóri óskaði eftir því við Norðursiglingu að húsin yrðu færð norður fyrir stöðuleyfisreitinn en Norðursigling óskar þess nú að fá að setja húsin á stöðuleyfisreitinn eins og fyrri afgreiðsla heimilaði eða litlu sunnan hans.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að húsin tvö verði reist innan stöðuleyfisreits skv. gildandi deiliskipulagi og fái að standa þar til 30. september n.k.
Heiðar Hrafn sat hjá við afgreiðslu málsins.
Heiðar Hrafn sat hjá við afgreiðslu málsins.
Hafnarstjóra falið að kynna umsækjanda umræður á fundinum.