Fara í efni

Deiliskipulag Fjöll 2, Kelduhverfi

Málsnúmer 201805003

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 28. fundur - 08.05.2018

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulags frístundahúsasvæðis að Fjöllum í Kelduhverfi. Skipulagslýsingin var unnin af Vigfúsi Sigurðssyni.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 81. fundur - 15.05.2018

Á 28. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 1. fundur - 26.06.2018

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna gerðar deiliskipulags fyrir frístundabyggð við Fjöll í Kelduhverfi. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Minjastofnun, Skipulagsstofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

1) Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna en óskar eftir að fá skipulagstillöguna til umsagnar á síðari stigum.

2) Minjastofnun bendir á að Minjastofnun Íslands er nú réttur umsagnarðaili vegna menningarminja en ekki Fornleifavernd ríkisins. Stofnunin minnir á að fornleifaskráning skal vera skv. stöðlum Minjastofnunar og skulu útlínur skráðra fornleifa koma fram á skipulagsuppdrætti. Tillaga að deiliskipulagi þarf að koma til umsagnar hjá minjaverði.

3) Skipulagsstofnun bendir á að frístundahúsasvæði H4 í aðalskipulagi er 40 ha fyrir allt að 10 frístundahús. Skipulagslýsing gengur út frá að deiliskipulagðar verði 10 frístundahúsalóðir út úr 19,7 ha svæði úr landi Fjalla 2 og þar með fyllt út í heildarfjölda frístundahúsa á hálfu skipulagssvæðinu. Gera þarf sérstaka grein fyrir þessu í skipulagstillögu og upplýsa eigendar Fjalla 1. Gera þarf grein fyrir líklegum umhverfisáhrifum við framfylgd skipulagsins skv. gr. 5.4 í skipulagsreglugerð. Minnt er á að tímafrestir eftir samþykkt deiliskipulags í 42. gr. skipulagslaga hafa breyst og fyrrum Fornleifavernd Íslands heitir nú Minjastofnun Íslands.

4) Heilbrigðiseftirlit gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar umsagnir. Ráðið vísar þeim til skoðunar hjá landeiganda og skipulagsráðgjafa.