Framlenging samnings um sorphirðu á Húsavík og í Reykjahverfi
Málsnúmer 201805108
Vakta málsnúmerFramkvæmdanefnd - 28. fundur - 09.05.2018
Sorphirðusamningur við Íslenska Gámafélagið rennur út 31. maí 2018. Fyrir framkvæmdanefnd liggja forsendur að framlengdum samningi við Íslenska Gámafélagið til tveggja ára.
Taka þarf ákvörðun hvort ganga eigi til samninga við Íslenska Gámafélagið til tveggja ára miðað við breyttar forsendur.
Taka þarf ákvörðun hvort ganga eigi til samninga við Íslenska Gámafélagið til tveggja ára miðað við breyttar forsendur.
Hjálmar óskar bókað:
Það er miður að sveitarfélagið hefur dregið lappirnar í að undirbúa lok samnings við þjónustuaðila í soprmálum. Það hefur skort pólitíska forystu og áhuga meirihlutans í málaflokknum. Sveitarfélagið er nú nauðbeygt til að gera slæman samning við þjónustuaðila vegna hirðingar og losunar sorps á Húsavík og Reykjahverfi. Enda kröfur Íslenska Gámafélagsins óraunhæfar. Að öðrum kosti að biðja íbúa afsökunar og bjóða verkið út á ný eða sjá um málaflokkinn sjálft.