Uppsögn á gámageymslum
Málsnúmer 201805241
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 1. fundur - 26.06.2018
Vegna undirbúnings á uppbyggingu nýrrar vegtengingar frá Höfða niður á hafnarsvæði var óskað eftir því að hafnaryfirvöld létu færa geymslugáma sem staðsettir eru í fyrirhugðuðu vegstæði. Óskað var eftir því að þeir aðilar sem hafa verið með umrædda geymslugáma færðu gáma sína á þar til gert gámageymslusvæði suður í Haukamýri.
Eigendur gámanna hafa mótmælt tilfærslu þessari og fara fram á að þeim verði úthlutað framtíðarsvæði á hafnarvæðinu undir umrædda geymslugáma. Vilja þeir upplýsa Hafnarstjóra að innihald þessara gáma séu veiðarfæri og annar búnaður sem tilheyrir útgerð fiskibáta og því algjörlega óboðlegt að aka um eins kílómetra leið, jafnvel margar ferðir á dag vegna útgerðar þeirra og sjósóknar.
Eigendur gámanna hafa mótmælt tilfærslu þessari og fara fram á að þeim verði úthlutað framtíðarsvæði á hafnarvæðinu undir umrædda geymslugáma. Vilja þeir upplýsa Hafnarstjóra að innihald þessara gáma séu veiðarfæri og annar búnaður sem tilheyrir útgerð fiskibáta og því algjörlega óboðlegt að aka um eins kílómetra leið, jafnvel margar ferðir á dag vegna útgerðar þeirra og sjósóknar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að gámageymslur verði tímabundið færðar á norðurfyllingu gegnt Eimskip þangað til að framtíðarlausn finnst á málinu.