Siðareglur kjörinna fulltrúa
Málsnúmer 201806058
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Norðurþings - 82. fundur - 19.06.2018
Samkvæmt 29. gr laga nr. 138/2011 skal sveitarstjórn setja sér siðareglur sem sendar skulu ráðuneytinu til staðfestingar. Ef siðareglur eru í gildi skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar þeirra. Ef niðurstaðan er sú að siðareglur þarfnist ekki endurskoðunar halda þær gildi sínu. Tilkynna skal ráðuneytinu um þá niðurstöðu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að núverandi siðareglur haldi gildi sínu.
Byggðarráð Norðurþings - 280. fundur - 07.02.2019
Bergur Elías Ágústsson hefur óskað eftir umræðu um siðareglur sveitarstjórnar.
Byggðarráð leggur til að ný sveitarstjórn undirriti siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Norðurþingi sem staðfestar voru á sveitarstjórnarfundi 19. júní 2018.
Sveitarstjórn Norðurþings - 89. fundur - 19.02.2019
Á 280. fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað;
Byggðarráð leggur til að ný sveitarstjórn undirriti siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Norðurþingi sem staðfestar voru á sveitarstjórnarfundi 19. júní 2018.
Byggðarráð leggur til að ný sveitarstjórn undirriti siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Norðurþingi sem staðfestar voru á sveitarstjórnarfundi 19. júní 2018.
Lagt fram til undirritunar.