Arctic Edge Consulting ehf óskar eftir stækkun byggingarreits í suður við Útgarð 6-8
Málsnúmer 201806063
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 2. fundur - 03.07.2018
Friðrik Sigurðsson, f.h. Arctic Edge Consulting ehf, óskar eftir að gerðar verði eftirfarandi breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar að Útgarði 4-8:
1) Byggingarreitur verði lengdur til suðurs til að rúma það hús sem teiknað hefur verið á lóðina.
2) Skýrð verði ákvæði skipulagsskilmála um aldur íbúa hússins. Þannig verði í skipulagsskilmálum gert ráð fyrir að á lóðinni verði byggðar íbúðir ætlaða fólki 55 ára og eldra í stað ákvæðis um að á lóðinni skuli byggðar íbúðir fyrir eldri borgara.
Arctic Edge Consulting ehf hefur gert samning við núverandi lóðarhafa, Leigufélag Hvamms ehf, um að fyrrgreinda fyrirtækið öðlist rétt til uppbyggingar á lóðinni. Samningurinn hefur verið undirritaður af báðum aðilum en honum ekki þinglýst.
1) Byggingarreitur verði lengdur til suðurs til að rúma það hús sem teiknað hefur verið á lóðina.
2) Skýrð verði ákvæði skipulagsskilmála um aldur íbúa hússins. Þannig verði í skipulagsskilmálum gert ráð fyrir að á lóðinni verði byggðar íbúðir ætlaða fólki 55 ára og eldra í stað ákvæðis um að á lóðinni skuli byggðar íbúðir fyrir eldri borgara.
Arctic Edge Consulting ehf hefur gert samning við núverandi lóðarhafa, Leigufélag Hvamms ehf, um að fyrrgreinda fyrirtækið öðlist rétt til uppbyggingar á lóðinni. Samningurinn hefur verið undirritaður af báðum aðilum en honum ekki þinglýst.
Heiðar Hrafn, Hjálmar Bogi og Kristján Friðrik óska bókað:
Nú sækir aðili sem er ekki lóðarhafi um breytingu á deiliskipulagi; annarsvegar um að byggingarreitur verði lengdur til suðurs miðað við gildandi skipulag og hinsvegar að ákvæðið ,,28 þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara" falli brott og í stað komi ,,íbúðir fyrir 55 ára og eldri".
Þann 12. mars síðastliðinn skrifaði sveitarstjóri undir framsal á lóð sem Leigufélag Hvamms hefur til úthlutunar við Útgarð. Var það gert án samþykkis sveitarstjórna sem koma að Leigufélagi Hvamms? Nær væri að félagið óski eftir að lóðinni verði skipt upp og lóðum við Útgarð 6 & 8 verði skilað inn til sveitarfélagsins Norðurþings óski það eftir að byggja ekki á lóðinni. Áhöld eru uppi um það hvort Leigufélag Hvamms hafi heimild til að framselja umrædda lóð til þriðja aðila.
Þann 16. maí síðastliðinn skrifaði sveitarstjóri undir kaupsamning á fasteignum að Útgarði 6 annars vegar og hinsvegar Útgarð 8. Á þeim standa engar byggingar. Um er að ræða kaupsamning á bílakjallara sem er hugsaður sem sameign fyrir Útgarð 4, 6 og 8.
Ljóst má vera að verði málið samþykkt felur það í sér ákaflega mikla stefnubreytingu, þ.e. að svæðið er hugsað á samfélagslegum forsendum fyrir eldri borgara. Enda lausar lóðir fyrir byggingu fjölbýlishúss í nágrenni við lóðina, s.s. á Skemmureit við Vallholtsveg og Grundargarð 2. Úthlutun Hvamms miðast við 65 ára aldur í búseturéttarkerfið.
Heiðar Hrafn Halldórsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Kristján Friðrik Sigurðsson
Fulltrúar Framsóknarflokks og E-lista leggja til að lögfræðiálit verði fengið hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sömuleiðis að fá stjórnsýsluúttekt á ferli málsins og lögmæti afsals enda mikilvægt að útkljá ágreining um málið.
Kolbrún Ada, Silja og Örlygur Hnefill hafna tillögu Heiðars Hrafns, Hjálmars Boga og Kristjáns Friðriks og minna á að fyrir liggur lögfræðiálit um framkvæmdina.