Sandfell ehf sækir um stöðuleyfi fyrir skála sem þegar standa við Dvergabakka 4
Málsnúmer 201806068
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 1. fundur - 26.06.2018
Sandfell ehf sækir um stöðuleyfi fyrir átta vinnubúðaskála við Dvergabakka. Skálarnir standa nú þegar á svæðinu skv. samkomulagi Norðurþings við PCC en óskað er eftir samþykki fyrir því að þeir fái að standa þarna í a.m.k. tvö ár í viðbót, til 1. júlí 2020. Meðfylgjandi erindi er rissmynd sem sýnir staðsetningu þeirra skála sem Sandfell óskar að fái að standa áfram.
Lóðirnar að Dvergabakka eru bundnar í þinglýstum samningi milli PCC og Norðurþings til nokkurra mánaða í viðbót. Norðurþing er því ekki í aðstöðu til að veita aðila öðrum en PCC stöðuleyfi fyrir mannvirkjum á svæðinu nema með formlegu samkomulagi við lóðarhafa. Skipulags- og framkvæmdaráð er þar fyrir utan ekki reiðubúið að ráðstafa byggingarlóðum við Dvergabakka sem langtíma geymslusvæði fyrir vinnubúðir í óverulegri notkun. Ráðið leggst því gegn erindinu.