Norðlenska sækir um stöðuleyfi fyrir 44 manna svefnbúðir norðan við sláturhús
Málsnúmer 201806091
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 1. fundur - 26.06.2018
Egill Olgeirsson, f.h. Norðlenska ehf, óskar eftir stöðuleyfi fyrir 44 manna svefnbúðum fyrir starfsfólk í sláturtíð norðanvert á lóð fyrirtækisins við Þingeyjarsýslubraut. Um er að ræða tvo skála á einni hæð, eins og nánar er sýnt á afstöðumynd. Ljóst er að ekki vinnst tími til að setja upp svefnskálana fyrir sláturtíð innan byggingarreits í nýlega samþykktu deiliskipulagi svæðisins. Því er þess óskað að fá leyfi til að setja þá niður norðan núverandi mannvirkja til bráðabirgða.
Kolbrún Ada og Silja greiða atkvæði á móti og vilja að gildandi skipulagi sé fylgt.