Öxarfjarðarskóli - Skólaakstur leikskólabarna
Málsnúmer 201806110
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 1. fundur - 25.06.2018
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi frá skólastjóra Öxarfjarðarskóla um skólaakstur leikskólabarna í og úr Öxarfjarðarskóla.
Hverfisráð í Kelduhverfi fjallaði einnig um málið á 3. fundi sínum þar sem eftirfarandi var bókað undir öðrum lið: Hverfisráð Kelduhverfis skorar á sveitarstjórn Norðurþings að setja inn í samninga við skólabílstjóra að leikskólabörn skulu hafa pláss í skólabílunum. Slíkur gjörningur væri mikilvægur stuðningur við brotthætta byggð.
Hverfisráð í Kelduhverfi fjallaði einnig um málið á 3. fundi sínum þar sem eftirfarandi var bókað undir öðrum lið: Hverfisráð Kelduhverfis skorar á sveitarstjórn Norðurþings að setja inn í samninga við skólabílstjóra að leikskólabörn skulu hafa pláss í skólabílunum. Slíkur gjörningur væri mikilvægur stuðningur við brotthætta byggð.
Fræðslufulltrúa falið að gera könnun meðal foreldra leikskólabarna í Öxarfjarðarskóla um þörf á skólakstri ásamt því að greina kostnað þess að bjóða upp á akstur fyrir leikskólabörn.