Vatnsverndarsvæði í landi Norðurþings
Málsnúmer 201806113
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 2. fundur - 03.07.2018
Í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu afþreyingarsvæðis við Reyðarárhnjúk, liggur fyrir vinna við að ákvarða aðrennslissvæði vatnsbóla Húsavíkur og nánari skilgreiningu vatnsverndarmarka og grannsvæða. Það sem einnig kallar á þessa vinnu nú, er að hafin er vatnstaka á neysluhæfu vatni í tengslum við iðnaðarsvæðið á Bakka sem gera þarf grein fyrir í aðalskipulagi.
Verkfræðistofan Vatnaskil hefur sérhæft sig í gerð rennslis- og straumlíkana og hefur verið leitað til þeirra vegna þessarar vinnu.
Óskað er eftir ákvörðun skipulags- og framkvæmdaráðs um hvort ráðast skuli í þessa vinnu og einnig að tekin sé afstaða til fyrirliggjandi tilboðs frá Vatnaskilum í verkefnið.
Verkfræðistofan Vatnaskil hefur sérhæft sig í gerð rennslis- og straumlíkana og hefur verið leitað til þeirra vegna þessarar vinnu.
Óskað er eftir ákvörðun skipulags- og framkvæmdaráðs um hvort ráðast skuli í þessa vinnu og einnig að tekin sé afstaða til fyrirliggjandi tilboðs frá Vatnaskilum í verkefnið.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fara í verkefnið.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 188. fundur - 01.02.2019
Til kynningar fyrir stjórn OH.
Verkfræðistofan Vatnaskil hefur nú lokið vinnu við gerð líkana til greiningar á aðrennsli að vatnsbólum Húsavíkur. Til þess að geta með góðu móti rökstutt tillögur að skilgreiningum vatnsverndarsvæða við Húsavík (brunnsvæði, grannsvæði og aðrennslissvæðum) þarf að greina lekt og jarðlög og hefur framkvæmdasvið Norðurþings kallað eftir kosnaðarmati á þeirri vinnu Vatnaskila.
Þegar sú greining liggur fyrir er fyrst hægt að gera tillögur að afmörkun vatnsverndar sem byggja á gögnum til rökstuðnings.
Ef um hagsmunaárekstra er að ræða í tengslum við umgengni um svæðið, þarf að skoða til hvaða mótvægisaðgerða er rétt að grípa, en þær mótvægisaðgerðir geta t.d. falist í því að kanna möguleika á notkun umhverfisvænna farartækja á tilteknum svæðum, setja sértæk starfsleyfisskilyrði (kröfur um mengunarvarnir) vegna þeirrar starfsemi sem fram fer eða fyrirhugað er að stofna til á vatnsverndarsvæðum eða jafnvel að takmarka eða banna tiltekna starfsemi í ljósi vatnsverndar.
Verkfræðistofan Vatnaskil hefur nú lokið vinnu við gerð líkana til greiningar á aðrennsli að vatnsbólum Húsavíkur. Til þess að geta með góðu móti rökstutt tillögur að skilgreiningum vatnsverndarsvæða við Húsavík (brunnsvæði, grannsvæði og aðrennslissvæðum) þarf að greina lekt og jarðlög og hefur framkvæmdasvið Norðurþings kallað eftir kosnaðarmati á þeirri vinnu Vatnaskila.
Þegar sú greining liggur fyrir er fyrst hægt að gera tillögur að afmörkun vatnsverndar sem byggja á gögnum til rökstuðnings.
Ef um hagsmunaárekstra er að ræða í tengslum við umgengni um svæðið, þarf að skoða til hvaða mótvægisaðgerða er rétt að grípa, en þær mótvægisaðgerðir geta t.d. falist í því að kanna möguleika á notkun umhverfisvænna farartækja á tilteknum svæðum, setja sértæk starfsleyfisskilyrði (kröfur um mengunarvarnir) vegna þeirrar starfsemi sem fram fer eða fyrirhugað er að stofna til á vatnsverndarsvæðum eða jafnvel að takmarka eða banna tiltekna starfsemi í ljósi vatnsverndar.
Fyrirliggjandi gögn ásamt fyrirhugaðri vinnu við afmörkun vatnsverndarsvæða í landi Húsavíkur kynnt fyrir stjórn OH.