Lóðarfrágangur við Hafnarstétt 13/Flókahús
Málsnúmer 201806214
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 2. fundur - 03.07.2018
Stefán Guðmundsson, f.h. Gentle Giants Hvalaferðir ehf, hefur sent inn erindi á skipulags- og framkvæmdaráð Noðurþings þar sem hann fer fram á:
1) Að afturkallað verði stöðuleyfi fyrir Helguskúr og samþykkt um lóðarafnot fyrir lóðinni að Hafnarstétt 15 sem afgreidd voru á fundi sveitastjórnar Norðurþings þann 19. desember s.l.
2) Eigendum Helguskúrs verði gert að fjarlægja bátinn Hreifa sem settur var niður á lóðarmörkum Hafnarstéttar 13 og 15 í síðustu viku.
3) Að samþykktur verði frágangur lóðar við Flókahús 1 m suður fyrir lóðarmörk til að unnt sé að þjónusta suðurhlið og verja fyrir ágangi nágranna.
Meðfylgjandi erindi eru ljósmyndir af umgengni lóðar að Hafnarstétt 15 og teikning af fyrirhuguðum lóðarfrágangi að Hafnarstétt 13.
1) Að afturkallað verði stöðuleyfi fyrir Helguskúr og samþykkt um lóðarafnot fyrir lóðinni að Hafnarstétt 15 sem afgreidd voru á fundi sveitastjórnar Norðurþings þann 19. desember s.l.
2) Eigendum Helguskúrs verði gert að fjarlægja bátinn Hreifa sem settur var niður á lóðarmörkum Hafnarstéttar 13 og 15 í síðustu viku.
3) Að samþykktur verði frágangur lóðar við Flókahús 1 m suður fyrir lóðarmörk til að unnt sé að þjónusta suðurhlið og verja fyrir ágangi nágranna.
Meðfylgjandi erindi eru ljósmyndir af umgengni lóðar að Hafnarstétt 15 og teikning af fyrirhuguðum lóðarfrágangi að Hafnarstétt 13.
Ráðið tekur undir með Stefáni að Hreifi var settur niður óheppilega nærri lóðarmörkum og mun fara fram á að báturinn verði færður innan tveggja vikna, lengra frá lóðarmörkum.
Ráðið fellst ekki á að lóðarhafi Hafnarstéttar 13 fái leyfi til frágangs, skv. framlagðri teikningu, suður- og austur fyrir lóðarmörk skv. lóðarsamningi. Vísar ráðið þar í ákvarðanir skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings frá 21. nóvember og 13. desember 2017.