Ósk um stöðuleyfi fyrir Hreifa ÞH 77 á lóð Helguskúrs, Hafnarstétt 15
Málsnúmer 201807001
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 2. fundur - 03.07.2018
Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir bátinn Hreifa ÞH 77 á lóðinni að Hafnarstétt 15. Ætlunin er að setja bátinn niður 1,5 m sunnan við lóðarmörk Helguskúrs og Flókahúss. í erindi er farið yfir sögu bátsins sem smíðaður var á Húsavik á árinu 1973. Horft er til þess að færa bátinn til upprunalegs útlits og varðveita þannig.
Fyrir liggur umsögn slökkviliðsstjóra vegna erindisins.
Fyrir liggur umsögn slökkviliðsstjóra vegna erindisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings samþykkir stöðuleyfi fyrir bátnum á lóðinni til eins árs enda standi hann að lágmarki 3 metra frá lóðarmörkum aðliggjandi bygginga til samræmis við umsögn slökkviliðsstjóra.