Ósk um framlengingu samnings vegna lóðarinnar að Dvergabakka 4
Málsnúmer 201807040
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 3. fundur - 10.07.2018
PCC BakkiSilicon hefur óskað eftir því við Norðurþing að samningur vegna lóðarinnar að Dvergabakka 4 verði framlengdur um 3 ár. Beiðni PCC er að halda eftir tveimur skálum vestast á þeirri lóð tímabundið til ársloka 2021. Nú þegar hefur verið veitt leyfi fyrir því að annar skálinn fái að standa áfram á lóðinni. Fyrir liggur samningur milli félagsins og Norðurþings um afnot lóða við Dvergabakka undir vinnubúðir og er þess óskað að hann verði uppfærður til að heimila áframhaldandi leyfi fyrir umræddum tveimur gistiskálum á lóðinni að Dvergabakka 4 en öðrum lóðum við Dvergabakka verði skilað til sveitarfélagsins um næstu áramót. Fyrir liggja drög að viðbótarsamningi vegna framlengingar leigu á Dvergabakka 4 og skila á öðrum lóðum.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð að PCC BakkiSilicon verði veitt áframhaldandi afnot af lóðinni að Dvergabakka 4 og að umræddir skálar fái að standa til ársloka 2021. Ráðið hefur einnig kynnt sér drög að viðbótarsamningi vegna lóðarinnar og fellst á ákvæði hans.
Byggðarráð Norðurþings - 257. fundur - 12.07.2018
Á 3. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 10. júlí s.l. var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð að PCC BakkiSilicon verði veitt áframhaldandi afnot af lóðinni að Dvergabakka 4 og að umræddir skálar fái að standa til ársloka 2021. Ráðið hefur einnig kynnt sér drög að viðbótarsamningi vegna lóðarinnar og fellst á ákvæði hans.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð að PCC BakkiSilicon verði veitt áframhaldandi afnot af lóðinni að Dvergabakka 4 og að umræddir skálar fái að standa til ársloka 2021. Ráðið hefur einnig kynnt sér drög að viðbótarsamningi vegna lóðarinnar og fellst á ákvæði hans.
Bergur Elías Ágústsson víkur af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Byggðarráð samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Byggðarráð samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.