Viðburðurinn "Velkomin í Norðurþing" kynntur af fjölmenningarfulltrúa.
Fjölmenningarfulltrúi kynnti viðburðinn „Velkomin í Norðurþing“. Viðburðurinn er hugsaður sem árlegur viðburður; vettvangur til að bjóða nýja íbúa formlega velkomna og hvetja „eldri“ íbúa til að taka vel á móti nýju fólk, gefa sig á tal og deila upplýsingum. Fyrirhugað er að halda þrjá viðburði, þann fyrsta á Húsavík á Fosshóteli þann 6. september og síðar í haust sitthvorn viðburðinn á Kópaskeri og Raufarhöfn.
Fjölskylduráð þakkar fjölmenningarfulltrúa kynninguna og fagnar því starfi sem nú þegar hefur verið unnið og því sem framundan er.
Fjölskylduráð þakkar fjölmenningarfulltrúa kynninguna og fagnar því starfi sem nú þegar hefur verið unnið og því sem framundan er.