Huldumál - Hulduhátíð 2021
Málsnúmer 201808105
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 6. fundur - 24.09.2018
Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Hólmfríði Benediktsdóttur.
Efni erindisins er að Þingeyjarsýslur að eignist Formannshúsið og geri það að Fræðasetri Þingeyinga. Hús sem byði upp á aðstöðu fyrir rithöfunda og annað fræðafólk, sem vinnur að ýmiss konar skrifum, til dvalar um lengri eða skemmri tíma. Hús sem myndi geyma sögu og verk listafólks sýslunnar þeirra Huldu.
Efni erindisins er að Þingeyjarsýslur að eignist Formannshúsið og geri það að Fræðasetri Þingeyinga. Hús sem byði upp á aðstöðu fyrir rithöfunda og annað fræðafólk, sem vinnur að ýmiss konar skrifum, til dvalar um lengri eða skemmri tíma. Hús sem myndi geyma sögu og verk listafólks sýslunnar þeirra Huldu.
Fjölskylduráð sér sér ekki fært af fjárhagslegum ástæðum að verða við beiðni Hólmfríðar Benediktsdóttur um kaup á Formannshúsinu. Ráðið tekur jákvætt í það að koma að Hulduhátíð í tilefni 140 ára afmælishátíðar Huldu Skáldkonu. Samþykkt samhljóða.