Vetraropnun sundlaugarinnar í Lundi september 2018 - maí 2019
Málsnúmer 201808107
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 5. fundur - 03.09.2018
Fyrir fjölskylduráði liggur tilboð frá núverandi rekstraraðila sundlaugarinnar í Lundi um að sinna vetraropnun laugarinnar frá 1.september 2018 - 1.maí 2019.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið en frestar því að taka afstöðu til samningsins. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að skoða fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins fyrir því að ganga til saminga við Neil Robertsson og kynna fyrir nefndinni á næsta fundi hennar.
Fjölskylduráð - 6. fundur - 24.09.2018
Um er að ræða mál sem tekið var fyrir á fundi fjölskylduráðs þann 3.september síðastliðin.
Þá var til umfjöllunar tilboð frá rekstaraðila sundlaugarinnar í Lundi að sinna vetraropnun í lauginni frá 1.september 2018 - 1.maí 2019.
Var þá eftirfarandi bókað:
,,Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið en frestar því að taka afstöðu til samningsins. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að skoða fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins fyrir því að ganga til saminga við Neil Robertsson og kynna fyrir nefndinni á næsta fundi hennar."
Skammtímasamningur var gerður við Neil Robertson um rekstur laugarinnar út september.
Fyrir nefndinni liggur að taka afstöðu til þess erindis er lagt var fyrir nefndina þann 3.september.
Þá var til umfjöllunar tilboð frá rekstaraðila sundlaugarinnar í Lundi að sinna vetraropnun í lauginni frá 1.september 2018 - 1.maí 2019.
Var þá eftirfarandi bókað:
,,Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið en frestar því að taka afstöðu til samningsins. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að skoða fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins fyrir því að ganga til saminga við Neil Robertsson og kynna fyrir nefndinni á næsta fundi hennar."
Skammtímasamningur var gerður við Neil Robertson um rekstur laugarinnar út september.
Fyrir nefndinni liggur að taka afstöðu til þess erindis er lagt var fyrir nefndina þann 3.september.
Fjölskylduráð hafnar fyrirliggjandi tilboði frá rekstraraðila um opnun sundlaugarinnar fimm daga vikunnar. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að leita annarra leiða við að halda sundlauginni opinni í vetur í samstarfi við núverandi rekstraraðila og leggja fyrir ráðið í október. Samþykkt samhljóða.
Fjölskylduráð - 10. fundur - 29.10.2018
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fyrirkomulag á opnun á sundlauginni í Lundi í Öxarfirði.
Fjölskylduráð telur ekki grundvöll fyrir heilsárs opnun sundlaugarinnar í Lundi. Ráðið leggur til að opnun sundlaugar verði með sama hætti og hefur verið á árinu 2018, þ.e. frá 1. maí til 30. september 2019.