Tilmæli frá Persónuvernd um Facebook í skólastarfi
Málsnúmer 201809036
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 6. fundur - 24.09.2018
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar tilmæli Persónuverndar varðandi notkun Facebook í skólastarfi. Persónuvernd beinir þeim tilmælum til leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, íþróttafélaga og allra annarra opinberra aðila og einkaaðila, sem koma að starfi með börnum, að þeir noti ekki Facebook, eða sambærilega miðla, sem samskiptamiðla fyrir miðlun persónuupplýsinga um ólögráða börn, hvort heldur sem um almennar eða viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra er að ræða.
Fjölskylduráð þakkar persónuverndarfulltrúa Norðurþings fyrir kynninguna og gestum fyrir komuna.