Skipun fulltrúa í fulltrúaráð Eyþings.
Málsnúmer 201810021
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 267. fundur - 09.10.2018
Í byggðarráði er lagt fram bréf frá Eyþingi þar sem óskað er eftir því að sveitarfélögin á aðildarsvæðinu skipi í svokallað fulltrúaráð, samkvæmt 5.2. gr í lögum Eyþings. Í ráðinu sitja 20 fulltrúar kosnir af sveitarstjórnum til tveggja ára í senn. Kjörgengir í fulltrúaráð eru þeir sömu og kjörgengir eru á aðalfundi Eyþings. Aðalmenn í stjórn Eyþings eru sjálfkjörnir í fulltrúaráðið og formaður stjórnar er jafnframt formaður fulltrúaráðs. Ráðið skiptir að öðru leyti með sér verkum.
Er þess óskað að Norðurþing skipi 2 fulltrúa í fulltrúaráð og upplýsi Eyþing um hverjir skuli sitja í ráðinu í síðasta lagi 22. október 2018.
Er þess óskað að Norðurþing skipi 2 fulltrúa í fulltrúaráð og upplýsi Eyþing um hverjir skuli sitja í ráðinu í síðasta lagi 22. október 2018.
Norðurþing skipar Kristján Þór Magnússon og Hjálmar Boga Hafliðason fulltrúa sína í fulltrúaráð Eyþings. Til vara í sömu röð eru skipaðar Helena Eydís Ingólfsdóttir og Hrund Ásgeirsdóttir.