Fara í efni

Móttaka flóttamanna í Norðurþingi

Málsnúmer 201810040

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 10. fundur - 29.10.2018

Fyrir fjölskylduráði liggur ósk frá fulltrúa V-lista, Berglindi Hauksdóttir, eftir umfjöllun og afgreiðslu eftirfarandi máls í fjölskylduráði: Á liðnu kjörtímabili var Norðurþing meðal þeirra sveitarfélaga sem bauðst með formlegum hætti til að taka á móti flóttafólki í sveitarfélaginu. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Norðurþings þrátt fyrir þetta að hálfu ráðuneytis. Bent skal á að í Norðurþingi eru afar góðar aðstæður til að taka á móti nýju fólki og allir velkomnir. Mikil atvinna er í boði á svæðinu, félagslegir innviðir sterkir og mikla krafta samkenndar og samhjálpar hægt að virkja hjá íbúum sjálfum sem og í stjórnsýslunni. Í nálægðinni í minni samfélögum getur að mörgu leyti falist mikill styrkur til að takast á við verkefni eins og þetta. Móttaka nýrra íbúa, þ.m.t. flóttamanna frá öðrum löndum, byggir ekki eingöngu á kerfislegum aðgerðum heldur persónulegum og samfélagslegum þáttum, auk þess að koma fólki til aðstoðar sem þarf á því að halda, getur hlotist af slíku lærdómur og jákvæð áhrif fyrir samfélagið
Berglind Hauksdóttir fulltrúi V-lista leggur til við fjölskylduráð að boð Norðurþings um að sveitarfélagið taki á móti flóttamönnum til búsetu verði þegar í stað ítrekað með bréflegum hætti. Ef viðbrögð verða jákvæð verði málið undirbúið fyrir komandi ár, þ.m.t. húsnæðisúrræði og aðrir nauðsynlegir þættir.

Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að ítreka við félagsmálaráðuneytið boð Norðurþings um að taka á móti flóttamönnum.