Aflið - samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi - styrkbeiðni 2019
Málsnúmer 201810052
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 268. fundur - 17.10.2018
Erindi barst sveitarfélaginu þann 4. október frá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Samtökin leita eftir stuðningi sveitarfélagsins í formi styrks fyrir rekstur ársins 2019.
Aflið hefur starfað frá árinu 2002. Þjónusta Aflsins er fyrir öll þau sem beitt hafa verið kynferðis- og/eða heimilisofbeldi í sinni víðustu mynd. Til Aflsins hafa leitað margir þolendur eineltis og vanrækslu. Aflið býður jafnframt uppá ráðgjöf fyrir aðstandendur þolenda.
Samtökin leggja sig fram um að ýta undir og efla umræðu um málefni þolenda ásamt því að taka virkan þátt í fjölbreyttu samstarfi við önnur félög og stofnanir sem að málaflokknum koma sem og að aðstoða nemendur við upplýsingaöflun um efni sem málaflokkinn varðar.
Aflið hefur starfað frá árinu 2002. Þjónusta Aflsins er fyrir öll þau sem beitt hafa verið kynferðis- og/eða heimilisofbeldi í sinni víðustu mynd. Til Aflsins hafa leitað margir þolendur eineltis og vanrækslu. Aflið býður jafnframt uppá ráðgjöf fyrir aðstandendur þolenda.
Samtökin leggja sig fram um að ýta undir og efla umræðu um málefni þolenda ásamt því að taka virkan þátt í fjölbreyttu samstarfi við önnur félög og stofnanir sem að málaflokknum koma sem og að aðstoða nemendur við upplýsingaöflun um efni sem málaflokkinn varðar.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Aflið um 100.000 krónur vegna ársins 2019.