Fyrir liggur til kynningar greinargerð um framvindu og kostnað vegna verkefnis sem snýr að gatnagerð á Höfða.
Skipulags- og framkvæmdaráð fór yfir greinargerðina og ljóst er að kostnaður fór talsvert fram úr fjárhagsáætlun 2018. Framúrkeyrsla verksins er að stórum hluta kostnaður sem fallið hefði til í næsta verkhluta og því er ekki að öllu leyti sokkinn kostnað að ræða. Ýmsan lærdóm má draga af þessari framkvæmd. Næstu skref eru að bæta og efla eftirlit, samhæfingu og samstarf skipulags- og framkvæmdaráðs og starfsmanna Norðurþings. Nýjum starfsmanni á sviðinu mun m.a. vera ætlað að sinna verkeftirliti í verkum á vegum Norðurþings í samráði við sviðsstjóra og ráðið sjálft.
Örlygur Hnefill vék af fundi undir þessum lið. Kristinn Jóhann sat fundinn undir lið 1 í stað Örlygs.
Örlygur Hnefill vék af fundi undir þessum lið. Kristinn Jóhann sat fundinn undir lið 1 í stað Örlygs.