Fara í efni

Verkefnið Brothættar byggðir í Norðurþingi

Málsnúmer 201812034

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 89. fundur - 19.02.2019

Undirrituð, fulltrúar B-lista Framsóknarflokks óska eftir umræðu um verkefnið Brothættar byggðir á fundi sveitarstjórnar. Það er mikilvægt að ræða verkefni m.t.t. þeirra svæða sem verkefnið nær utan um, framhald þeirra og vinnulag sveitarfélagsins til að ná markmiðum verkefnisins. Sjá nánar á vef Byggðastofnunar.

Bergur Elías Ágústsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Til máls tóku: Hrund, Kristján, Silja, Hjálmar, Örlygur, Bergur, Helena og Kolbrún Ada.

Fulltrúar B lista leggja fram tillögu þess efnis að sveitarfélagið Norðurþing beiti sér með mun markvissari hætti en verið hefur í verkefninu brothættum byggðum þ.e. Öxarfjörður í sókn og Raufarhöfn til framtíðar. Sérstaklega skal litið til markmiða verkefnanna;
Að auka viðnámsþrótt brothættra byggðarlaga gegn hnignun svo sem fólksfækkun, skekktri aldursdreifingu og áföllum í atvinnulífi.
Að stilla saman strengi ríkis, sveitarfélags, opinberra stofnanna, atvinnulífs og íbúa í ákvörðunum sem varða viðkomandi byggðarlag.
Jafnframt skal skoða sérstaklega starfsmarkmið 3.4 og að mótuð verði stefna Norðurþings í verkkaupum m.t.t. til fyrirtækja staðsettum í BB sem í flestum tilfellum eru lítil fyrirtæki og oft aukabúgrein fyrir þá sem þar búa.

Bergur, Hafrún og Hjálmar greiða atkvæði með tillögunni.
Helena, Kolbrún Ada, Kristján, Silja og Örlygur greiða atkvæði á móti tillögunni.
Hrund vék af fundi undir atkvæðagreiðslunni.


Helena leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
Lagt er til að sveitarfélagið Norðurþing beiti sér hér eftir sem hingað til fyrir því að starfsmarkmið ÖÍS og ROF sem snúa að sveitarfélaginu sem slíku nái fram að ganga. Sérstaklega skal litið til markmiða verkefnanna;
Að auka viðnámsþrótt brothættra byggðarlaga gegn hnignun svo sem fólksfækkun, skekktri aldursdreifingu og áföllum í atvinnulífi.
Að stilla saman strengi ríkis, sveitarfélags, opinberra stofnana, atvinnulífs og íbúa í ákvörðunum sem varða viðkomandi byggðarlag.
Jafnframt skal skoða sérstaklega starfsmarkmið 3.4 og að mótuð verði stefna Norðurþings í verkkaupum m.t.t. til fyrirtækja staðsettum í BB sem í flestum tilfellum eru lítil fyrirtæki og oft aukabúgrein fyrir þá sem þar búa.


Breytingartillagan er samþykkt með atkvæðum Helenu, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns, Silju og Örlygs.
Hjálmar og Bergur greiða atkvæði á móti breytingartillögunni.
Hafrún sat hjá.
Hrund vék af fundi undir atkvæðagreiðslunni.