Samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa
Málsnúmer 201901054
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 25. fundur - 04.03.2019
Fyrir fjölskylduráði liggur ósk frá Reykjavíkurborg um samstarf um greiðslu fyrir árið 2018. Einn einstaklingur frá Norðurþingi gisti 15 nætur í Gistiskýli. Meðfylgjandi eru drög að samningi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um samstarfs vegna gistináttagjalda.
Fjölskylduráð samþykkir ósk Reykjavíkurborgar um greiðslu fyrir árið 2018. Ráðið felur félagsmálastjóra að óska frekari upplýsinga um notkun ársins 2018 og jafnframt óska að upplýsingar um notkun neyðarathvarfa berist með reglulegri hætti til sveitarfélagsins. Félagsmálastjóra falið að kynna niðurstöður samtals við velferðarsvið Reykjavíkurborgar og leggja samning um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir utangarðsfólk fyrir ráðið.