Norðursigling óskar eftir að komið verði upp rafmagnstengingu við Naustagarð.
Málsnúmer 201901062
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 21. fundur - 29.01.2019
Skipulags- og framkvæmdaráði barst erindi frá Norðursiglingu um eflingu raforkukerfis við Naustagarð.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur hafnastjóra að efla raforkutengingar við Naustagarð eins og fyrirliggjandi áætlun gerir ráð fyrir. Einnig felur ráðið hafnastjóra að sækja um styrk í Orku- og innviðasjóð vegna framkvæmdarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 27. fundur - 26.03.2019
Á 21. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi tekið fyrir: Erindi frá Norðursiglingu um eflingu raforkukerfis við Naustagarð.
Í ljósi upplýsinga um mögulega styrkveitingu frá Orkustofnun til verkefnisins þarf að taka afstöðu til þess hvort ráðast eigi í fyrirhugaða raforkutenginga á Naustagarði að svo stöddu.
Í ljósi upplýsinga um mögulega styrkveitingu frá Orkustofnun til verkefnisins þarf að taka afstöðu til þess hvort ráðast eigi í fyrirhugaða raforkutenginga á Naustagarði að svo stöddu.
Skipulags- og framkvæmdaráð ákveður að fresta framkvæmdum. Orkusjóður veitir ekki styrki í slík verkefni 2019 en stefnir á það árið 2020.
Hinsvegar felur ráðið hafnarstjóra að leita annarra leiða til að efla raforkutengingar til bráðabirgða og kynna kostnað og framkvæmd fyrir ráðinu.
Hinsvegar felur ráðið hafnarstjóra að leita annarra leiða til að efla raforkutengingar til bráðabirgða og kynna kostnað og framkvæmd fyrir ráðinu.