Umsókn um stofnun tveggja nýrra lóða úr óskiptu landi Ærlækjarsels 1 og Ærlækjarsels 2
Málsnúmer 201901069
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 21. fundur - 29.01.2019
Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun tveggja lóða úr óskiptu landi Ærlækjarsels 1 og Ærlækjarsels 2. Fyrir liggur hnitsettur uppdráttur beggja lóða, en þær eru teiknaðar utan um fyrirliggjandi útihús. Ennfremur er þess óskað að lóðirnar fái heitin Ærlækjarsel 3 og Ærlækjarsel 4.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðanna verði samþykkt, sem og heiti þeirra.
Sveitarstjórn Norðurþings - 89. fundur - 19.02.2019
Á 23. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðanna verði samþykkt, sem og heiti þeirra.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðanna verði samþykkt, sem og heiti þeirra.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.