Tillaga að breytingu á skógræktarsvæði í landi Höfða
Málsnúmer 201902011
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 23. fundur - 12.02.2019
Óskað er umsagnar um breytta afmörkun skógræktarsvæðis í landi Höfða á Melrakkasléttu.
Fyrir liggur hnitsett afstöðmynd skógræktarsvæðis og yfirlýsing frá Isavia um að ekki séu gerðar athugasemdir við afmörkun svæðisins.
Fjallað var um tilkynningu um skógræktarsvæði í landi Höfða á árinu 2018 og komu þá fram athugasemdir vegna nálægðar svæðisins við Raufarhafnarflugvöll. Breytt afmörkun felst í að skógræktarsvæðið er nú lengra frá flugvelli en áður var gert ráð fyrir. Ekki er málsett fjarlægð skógræktarsvæðis frá þjóðvegi.
Fyrir liggur hnitsett afstöðmynd skógræktarsvæðis og yfirlýsing frá Isavia um að ekki séu gerðar athugasemdir við afmörkun svæðisins.
Fjallað var um tilkynningu um skógræktarsvæði í landi Höfða á árinu 2018 og komu þá fram athugasemdir vegna nálægðar svæðisins við Raufarhafnarflugvöll. Breytt afmörkun felst í að skógræktarsvæðið er nú lengra frá flugvelli en áður var gert ráð fyrir. Ekki er málsett fjarlægð skógræktarsvæðis frá þjóðvegi.
Skipulags- og framkvæmdaráð veitir jákvæða umsögn um afmörkun skógræktarsvæðisins svo fremi að það verði alfarið utan veghelgunarsvæðis þjóðvegar.