Samningur á milli Vegagerðarinnar og Slökkviliðs Norðurþings um hreinsun þjóðvega í kjölfar umferðaóhappa.
Málsnúmer 201902013
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 283. fundur - 07.03.2019
Lagður er fram til kynningar samningur sem undirritaður hefur verið milli Vegagerðarinnar og slökkviliðsins sem tekur til hreinsunar á vegsvæði í kjölfar umferðaróhappa þegar slökkviliðið er kallað til, og ekki er um að ræða mengunaróhapp eins og það er skilgreint í 3. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000. Ef um er að ræða hreinsun vegna mengunaróhapps skv. skilgreiningu laganna, greiðir sveitarstjórn kostnað af hreinsun og öðrum nauðsynlegum aðgerðum slökkviliðins í samræmi við ákvæði brunavarnalaga. Ef aftur á móti er um að ræða hreinsun þjóðvega í öðrum tilvikum greiðir Vegagerðin kostnað við þjónustu slökkviliðsins og gerir endurkröfu á tjónvald.
Lagt fram til kynningar.