Deiliskipulag vegna nýs hjúkrunarheimils á Húsavík
Málsnúmer 201902042
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 23. fundur - 12.02.2019
Dvalarheimili aldraðra - Hvammur óskar eftir því að sveitarfélagið hefji undirbúning af gerð deiliskipulags fyrir reitinn sem nú hýsir núverandi byggingar heimilisins og aðra tengda starfsemi. Sérstaklega er þess óskað að deiliskipulag skilgreini byggingarheimild fyrir 60 rýma hjúkrunarheimili, allt að 3.900 m² að flatarmáli, norðan Brekkuhvamms við Skálabrekku.
Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna skipulagslýsingu fyrir tilgreint deiliskipulag.