Matvælastofnun óskar eftir umsögn vegna aukinnar framleiðslu Samherja fiskeldis að Sigtúni í Öxarfirði
Málsnúmer 201903048
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 27. fundur - 26.03.2019
Óskað er umsagnar Norðurþings um aukna framleiðslu af bleikjuhrognum í klakfiskastöð að Sigtúni í Öxarfirði. Nú þegar eru klakfiskar aldir í þremur kerjum, en til stendur að auka framleiðsluna í áföngum til ársins 2024 og er þá gert ráð fyrir klakfiskum 7 kerjum. Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 20. febrúar 2018 þar sem niðurstaðan er sú að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Eldisstöðin í Sigtúni er innan iðnaðarsvæðis I3 í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 og er það svæði ætlað undir fiskeldi. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að starfsemi sé í það litlu umfangi að umhverfisáhrif vegan aukningar séu óveruleg. Ráðið veitir því jákvæða umsögn um aukningu framleiðslunnar.