Fara í efni

Fulltrúar B-lista leggja til að árlega verði veitt umhverfisviðurkenning Norðurþings

Málsnúmer 201903067

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 90. fundur - 19.03.2019

Fulltrúar B-lista, Framsóknarflokks leggja til að árlega verði veitt umhverfisverðlaun Norðurþings. Veitt verði verðlaun í þremur flokkum; í fyrsta lagi fyrir einbýlishús/fjölbýlishús (einkalóð), í öðru lagi fyrir fyrirtæki/stofnun og í þriðja lagi lögbýli (lóð í dreifbýli). Íbúar geta komið með tillögur sem teknar skulu fyrir í Skipulags- og framkvæmdaráði sem gerir tillögu fyrir sveitarstjórn í hverjum flokki. Sömuleiðis getur ráðið komið með tillögur. Viðurkenninguna skal veita á alþjóðadegi umhverfisins, 5. júní ár hvert. Jafnframt leggja fulltrúarnir til að Skipulags- og framkvæmdaráð móti reglur varðandi viðmið um umhverfisviðurkenninguna.

Virðingafyllst;

Bergur Elías Ágústsson
Bylgja Steingrímsdóttir
Hrund Ásgeirsdóttir
Til máls tóku: Bergur Elías, Kristján Þór og Örlygur Hnefill.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.