Fara í efni

Fulltrúar B-lista leggja til að á hverju ári verði útnefndur listamaður Norðurþings

Málsnúmer 201903068

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 90. fundur - 19.03.2019

Fulltrúar B-lista, Framsóknarflokks leggja til að sveitarfélagið Norðurþing útnefni árlega listamann sveitarfélagsins. Óskað verði eftir tilnefningum úr samfélaginu og mun Fjölskylduráð leggja til við sveitarstjórn að einstaklingur verði útnefndur listamaður Norðurþings. Sá hinn sami fái starfsstyrk til að rækta list sína í formi eingreiðslu að upphæð sem ákvarðast árlega í fjárhagsáætlun. Sömuleiðis verði Fjölskylduráði falið útbúa reglur um styrki til listamanns Norðurþings.

Greinargerð

Virðingafyllst

Bergur Elías Ágústsson
Bylgja Steingrímsdóttir
Hrund Ásgeirsdóttir
Til máls tóku: Bergur Elías, Örlygur Hnefill, Kristján Þór og Silja.
Samþykkt af Bergi Elíasi, Bylgju, Hrund, Kristjáni Friðriki og Örlygi.
Berglind, Helena Eydís, Kristján Þór og Silja sátu hjá.