Samkomulag um hlaðinn vegg umhverfis Flókahús
Málsnúmer 201904040
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 29. fundur - 11.04.2019
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti drög að samkomulagi um frágang hleðsluveggjar utan lóðar umhverfis fasteignina að Hafnarstétt 13. Drögin gera ráð fyrir að norðurveggur hleðslu verði færður til þeirrar staðsetningar sem áður hafði verið heimiluð, en að austurveggur fái að standa þar til mögulegar tilteknar aðstæður kalli á annað.
Skipulags- og framkvæmdaráð getur fyrir sitt leyti fallist á þær tilhliðranir við lóðarhafa Hafnarstéttar 13 sem tillagan gengur út frá og leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra verði heimilað að ganga frá samkomulaginu fyrir hönd sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn Norðurþings - 91. fundur - 16.04.2019
Á 29. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs kynnti skipulags- og byggingarfulltrúi drög að samkomulagi um frágang hleðsluveggjar utan lóðar umhverfis fasteignina að Hafnarstétt 13. Drögin gera ráð fyrir að norðurveggur hleðslu verði færður til þeirrar staðsetningar sem áður hafði verið heimiluð, en að austurveggur fái að standa þar til mögulegar tilteknar aðstæður kalli á annað.
Skipulags- og framkvæmdaráð gat fyrir sitt leyti fallist á þær tilhliðranir við lóðarhafa Hafnarstéttar 13 sem tillagan gengur út frá og lagði til við sveitarstjórn að sveitarstjóra verði heimilað að ganga frá samkomulaginu fyrir hönd sveitarfélagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð gat fyrir sitt leyti fallist á þær tilhliðranir við lóðarhafa Hafnarstéttar 13 sem tillagan gengur út frá og lagði til við sveitarstjórn að sveitarstjóra verði heimilað að ganga frá samkomulaginu fyrir hönd sveitarfélagsins.
Til máls tók;
Kristján Þór.
Fyrirliggjandi samkomulag samþykkt samhljóða.
Kristján Þór.
Fyrirliggjandi samkomulag samþykkt samhljóða.