Rannsóknarstöðin Rif - Samningur um uppbyggingu og nýtingu aðstöðu
Málsnúmer 201904069
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 30. fundur - 29.04.2019
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar drög að samningi við Rannsóknarstöðina Rif um frekari uppbyggingu og nýtingu rannsóknaraðstöðu í Grunnskólanum á Raufarhöfn. Samningurinn byggir á samþykki fræðslunefndar Norðurþings á erindi Rannsóknarstöðvarinnar frá 2017 um uppbyggingu rannsóknaraðstöðu í Grunnskóla Raufarhafnar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi við Rannsóknarstöðina Rif og felur skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar að ganga frá samningum og undirrita f.h. sveitarfélagsins.