Velferð barna - hvatning um heildstætt og samræmt verklag
Málsnúmer 201905106
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 290. fundur - 23.05.2019
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Unicef á Íslandi þar sem sveitarfélög eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum.
Byggðarráð þakkar erindið og vísar því til fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð - 36. fundur - 11.06.2019
Á 290. fundi Byggðarráðs Norðurþings var erindi frá Unicef tekið fyrir þar sem sveitarfélög eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum og eftirfarandi bókað: Byggðarráð þakkar erindið og vísar því til fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð þakkar UNICEF á Íslandi fyrir erindið. Ráðið bendir á að Norðurþing starfar eftir verkáætlun um barnavernd og þar er kveðið ríkt á um verklag tengt ofbeldi gegn börnum. Norðurþing er einnig í samstarfi við lögregluna um verkefnið "Að halda glugganum opnum" sem er samstarfsverkefni gegn heimilisofbeldi.