Vatnsveita að skotsvæði við Húsavík
Málsnúmer 201905111
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 193. fundur - 27.05.2019
Að beiðni byggðaráðs Norðurþings hefur verið kannað hver áætlaður kostnaður sé við tengingu neysluvatns að skotsvæðinu norðan Húsavíkur. Kostnaðaráætlun liggur fyrir og mögulegt er að tengja vatn að svæðinu í sjálfrennsli, en vegna landfræðilegra aðstæðna væri líklega vænlegt í þeim tilgangi að virkja áður óvirkjaðar lindir Bakkaárlinda nær notkunarstað.
Guðmundur H. Halldórsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.