Úrskurður Samgönguráðuneytis um vatnsgjald
Málsnúmer 201905114
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 193. fundur - 27.05.2019
Þann 15. mars sl. úrskurðaði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið í máli Ingimundar Einars Grétarssonar gegn Orkuveitu Reykjavíkur vegna álagningar á vatnsgjaldi ársins 2016.
Í kjölfar úrskurðar ráðuneytisins hefur ráðuneytið á grundvelli eftirlitshlutverks þess samkvæmt 112. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 ákveðið á taka til skoðunar gjaldskrár allra sveitarfélaga sem settar hafa verið á grundvelli laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004.
Framkvæmdastjóri fer yfir helstu þætti málsins og kynnir úrskurð ráðuneytisins ásamt áliti Samorku varðandi það.
Í kjölfar úrskurðar ráðuneytisins hefur ráðuneytið á grundvelli eftirlitshlutverks þess samkvæmt 112. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 ákveðið á taka til skoðunar gjaldskrár allra sveitarfélaga sem settar hafa verið á grundvelli laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004.
Framkvæmdastjóri fer yfir helstu þætti málsins og kynnir úrskurð ráðuneytisins ásamt áliti Samorku varðandi það.
Framkvæmdastjóri fór yfir málið með stjórn félagsins.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 200. fundur - 09.12.2019
Fyrir stjórn OH liggur úrskuður Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytisins varðandi gjaldtöku sveitarfélaga vegna vatnsgjalds og hvaða atriði heimilt er að horfa til við ákvörðun þess.
Fer ráðuneytið fram á að gjaldskrár vatnsveitna verði yfirfarnar m.t.t. þess, ásamt því að vera upplýst um þau gögn sem gjaldskrár vatnsveitna er varða 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga eru byggðar á sbr. 113. gr. sveitarstjórnarlaga.
Samorka, hagsmunasamtök veitufyrirtækja ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga tóku í framhaldinu upp viðræður við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og óskuðu eftir því að 10 gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga yrði skýrð og tekið mið af þeirri túlkun sem sveitarfélögin hafa gengið út frá áratugum saman, að fjármagnskostnaður taki bæði til kostnaðar vegna lansfjár og kostnaðar vegna eigin fjár.
Veittur hefur verið frestur til 10. janúar 2020 til þess að skila ofangreindum gögnum.
Fer ráðuneytið fram á að gjaldskrár vatnsveitna verði yfirfarnar m.t.t. þess, ásamt því að vera upplýst um þau gögn sem gjaldskrár vatnsveitna er varða 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga eru byggðar á sbr. 113. gr. sveitarstjórnarlaga.
Samorka, hagsmunasamtök veitufyrirtækja ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga tóku í framhaldinu upp viðræður við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og óskuðu eftir því að 10 gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga yrði skýrð og tekið mið af þeirri túlkun sem sveitarfélögin hafa gengið út frá áratugum saman, að fjármagnskostnaður taki bæði til kostnaðar vegna lansfjár og kostnaðar vegna eigin fjár.
Veittur hefur verið frestur til 10. janúar 2020 til þess að skila ofangreindum gögnum.
Stjórn felur framkvæmdastjóra að draga lögmann félagsins að borðinu varðandi málið og forma drög að svari til samgöngu- sveitarstjórnarráðuneytisins í samráði við Orkuveitu Húsavíkur ohf og eftir atvikum sveitarfélagið Norðurþing.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 201. fundur - 22.01.2020
Í kjölfar úrskurðar Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í tengslum við arðsemi vatnsveitna sveitarfélaga, er unnið að því á vettvangi Samorku og Sambands Íslenskra Sveitarfélaga að skýra 10 gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga m.t.t. þeirra heimilda. Þó liggur fyrir að svara þarf erindi ráðuneytisins hvað varðar útreikning vatnsgjalda sveitarfélagsins sem innheimt eru með fasteignagjöldum sem hlutfall af fasteignamati.
Framkvæmdastjóri fór yfir málið og kynnti hvernig það verður unnið áfram innan OH og Norðurþings.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 202. fundur - 20.02.2020
Framkvæmdastjóri fer yfir úrskurð Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins er snýr að vatnsgjöldum sveitarfélaga ásamt því svarbréfi sem sent var á ráðuneytið í tengslum við málið.
Lagt fram til kynningar.