Vegagerð við Beinabakka
Málsnúmer 201905154
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 34. fundur - 04.06.2019
Lagt er til að því efni sem féll til við gatnagerð á Höfða og safnað hefur verið til undirbyggingar vegtengingar milli Höfða og Norðurgarðs undir Beinabakka, verði ýtt upp í göngustíg milli sömu svæða. Fyrir liggur tilboð frá Höfðavélum í að ýta út efninu til samræmis við fyrirliggjandi veghönnun.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framkvæmdina á grunni fyrirliggjandi kostnaðaráætlunar.