Ósk um samþykki fyrir stækkun skógræktarsvæðis í landi Reykjarhóls
Málsnúmer 201907009
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 38. fundur - 09.07.2019
Stefán Óskarsson óskar eftir samþykki fyrir stækkun skógræktarsvæðis í landi Reykjarhóls í Reykjahverfi. Stækkunin nemur 35,6 ha eins og nánar er sýnt á hnitsettum uppdrætti.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur fyrirhugaða skógrækt geta fallið ágætlega að stefnu aðalskipulags Norðurþings svo fremi að fylgt verði þeim leiðbeiningum sem gefnar eru í kafla 21.3 í gildandi aðalskipulagi og fellst því á stækkun skógræktarsvæðisins skv. framlögðum gögnum.