Fara í efni

Leikvellir í Norðurþingi

Málsnúmer 201907052

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 39. fundur - 16.07.2019

Borist hafa erindi um viðhald og skipulag einstakra leikvalla sem eru á forsjá Norðurþings, en þeim er misjafnlega vel við haldið.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi óskar eftir því að skipulags- og framkvæmdaráð í samstarfi við fjöldkylduráð, móti skýra og afmörkaða stefnu um fjölda og staðsetningar þeirra leikvalla sem halda beri við og að samhliða uppbyggingu og viðhaldi, verði ráðist í að fjarlægja þá leikvelli sem ekki eiga sér framtíð skv. þeirri stefnu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að yfirfara tækjabúnað á leikvöllum og fjarlægja búnað ef hann ekki stenst öryggiskröfur.
Ráðið telur sér ekki fært að fara í frekari uppbyggingu á leikvöllum að svo stöddu og vísar uppbyggingu og viðhaldi á leikvöllum í Norðurþingi til fjárhags- og framkvæmdaáætlunar 2020.

Hjálmar Bogi Hafliðason leggur fram eftirfarandi tillögu:

Undirritaður lagði til á sínum tíma að leikvöllum yrði fækkað og þeim betur við haldið og markvisst yrði unnið að uppbyggingu þeirra. Það hefur tvívegis verið staðfest í sveitarstjórn. Undirritaður leggur því til að unnið verði eftir samþykktri tillögu um að settir verði fjármunir í einn leikvöll á ári þannig að þeim verði viðhaldið.
Greinargerð
Á sínum tíma voru 17 leikvellir á Húsavík og var þeim fækkað niður í 10. Settir voru fjármunir í verkefnið við upphaf þess en því miður dregið úr bæði viðhaldi og nýframkvæmdum á leikvöllum. Auk þess var samþykkt, bæði í Tómstunda- og æskulýðsnefnd sem og Framkvæmdanefnd að bæta aðgengi að leikvöllum og merkja þá svo þeir væru sýnilegir. Mögulega má fækka leikvöllum enn frekar.
Í tvígang hefur undirritaður lagt fram tillögu um að setja fjármuni í einn leikvöll ári, þannig að þeim verði betur viðhaldið og farið í nýfrakvæmd á hverju ári með einhvers konar viðbót á þann leikvöll sem á að sinna það árið. Sömuleiðis þarf að muna eftir leiksvæðinu á skólalóðunum á Raufarhöfn, Kópaskeri og við Lund. Jafnframt við Borgarhólsskóla og Grænuvelli á Húsavík.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu Hjálmars Boga.