Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið. Um er að ræða beiðni um viðgerð á göngubrú eða landgang flotbryggju sem skemmdist í óveðri sem gekk yfir í janúar. Landgangurinn var tekin upp við fyrsta tækifæri og lagfærður. Einnig er búið að skipta út ljósum á höfninni og staðsetja nýja led kastara en það var gert í vor.
Ráðist var í dýpkun á Kópaskeri 2016 en þá var dýpið við viðlegu bryggjunnar og í flotbryggjubót orðið verulega lítið og erfitt fyrir báta að liggja við bryggjurnar. Flotbryggjubótin var þá grafin út og grafin var renna meðfram bryggjunni að austan verðu. Dýpið hefur haldið sér nokkuð óbreytt síðan ráðist var í þessar framkvæmdir, að sögn hafnarvarðar, fyrir utan sandsöfnun við innsiglingu inn í flotbryggjubót og nyrst austan við steinbryggju en aftrar ekki aðkomu báta enn sem komið er.
Erfitt getur reynst að gera langtímaáætlun er varðar dýpkun þar sem ómögulegt er að segja til um hvenær þörf verður á að dýpka næst. Hinsvegar er það stefna Skipulags- og framkvæmdaráðs að viðhald hafnar sé í lagi og komist til móts við notendur þar.
Ráðist var í dýpkun á Kópaskeri 2016 en þá var dýpið við viðlegu bryggjunnar og í flotbryggjubót orðið verulega lítið og erfitt fyrir báta að liggja við bryggjurnar. Flotbryggjubótin var þá grafin út og grafin var renna meðfram bryggjunni að austan verðu. Dýpið hefur haldið sér nokkuð óbreytt síðan ráðist var í þessar framkvæmdir, að sögn hafnarvarðar, fyrir utan sandsöfnun við innsiglingu inn í flotbryggjubót og nyrst austan við steinbryggju en aftrar ekki aðkomu báta enn sem komið er.
Erfitt getur reynst að gera langtímaáætlun er varðar dýpkun þar sem ómögulegt er að segja til um hvenær þörf verður á að dýpka næst. Hinsvegar er það stefna Skipulags- og framkvæmdaráðs að viðhald hafnar sé í lagi og komist til móts við notendur þar.